Skilmálar

Þjónustuskilmálar

Við staðfestingu pöntunar á  www.musikogsport.is skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála þessa.
UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

Seljandi er Músik og Sport ehf. Kennitala 710303-2310 til húsa að  Reykjavíkurvegi 60 , 220 Hafnarfirði.
Vsk: 47789

SKILAFRESTUR

Þú getur komið í verslun okkar að Reykjavikurvegi 60 í Hafnarfirði og skipt vörunni.
Þú getur einnig farið með vöruna á pósthúsið og sent til okkar, ath að láta pöntunarupplýsingar fylgja með, ásamt nafni, heimilisfangi og símanumeri.

Við verðum svo í sambandi við þig með framhaldið.
Við vöruskil færð þú inneignarnótu.

Skilaréttur

Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Að varan sé í fullkomnu lagi
  •  Að varan sé ónotuð
  • Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

 Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja.

Ath. ekki er hægt að skipta vörum sem hafa verið merktar með nafni eða númeri.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur

Músik og Sport metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum ef ofangreindum skilyrðum er áfátt.

Inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins, annar kostnaður svo sem vegna flutnings til eða frá kaupanda er á ábyrgð kaupanda.

Ef um galla er að ræða er nauðsynlegt að tilgreina hann strax við afhendingu á vörunni.
Gölluð vara er  skipt út fyrir nýja eða endurgreidd ef varan er ekki til.
Innan 14 daga.

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint á pósthús með póstinum, viðkomandi fær sms þegar varan er komin.
Hægt er að sækja vörur í verslun okkar að Reykjavíkurvegi 60 í Hafnarfirði, sé þess óskað. 

VERÐ

Öll verð í netversluninni eru í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í netverslun getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga, útsölu eða rangrar skráningar samanber ákvæði þess efnis hér að framan. 

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard eða staðgreiða með debetkorti.
Þegar greiðslan hefur borist fær viðskiptavinur tölvupóst með staðfestingu á pöntun.

EIGNARRÉTTARFYRIRVARI

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

LAGAÁKVÆÐI

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

VARNARÞING

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 20. maí 2011.

Höfundaréttur

Allt efni á www.musikogsport.is,  texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Músik og Sport EHF


Gjafabréf & Inneignarnótur

Gjafabréf & inneignarnótur gilda ekki á heimasíðunni.
Aðeins í verslun okkar að Reykjavikurvegi 60 í Hafnarfirði

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á [email protected] og við svörum þér eins fljótt og auðið er.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin.

SJÁLFVIRK UPPLÝSINGASÖFNUN

Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.

NETFÖNG

Þegar þú skráir þig á póstlistann okkar fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.

HVERNIG MEÐHÖNDLUM VIÐ
UPPLÝSINGAR UM ÞIG?

Það sem þú deilir með okkur fer ekki lengra!

Rétt eins og þú, þá þolum við ekki ruslpóst. Þess vegna ábyrgjumst við að selja aldrei persónuupplýsingar þínar til ótengdra aðila.

Stundum þurfum við að fá til liðs við okkur utanaðkomandi aðila sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í sumum tilvikum þurfum við að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt svo að hann geti sent vörurnar þínar heim til þín.

Við takmörkum persónuupplýsingar sem slíkum fyrirtækjum er veitt og þeim er aðeins veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi að veita slíka þjónustu. Við veitum þessum aðilum strangt eftirlit til að tryggja friðhelgi viðskiptavina okkar.

Með því að gefa upp annað heimilisfang en þitt eigið gengst þú við því að hafa til þess leyfi frá þeim sem veita á vörunni viðtöku.


Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.